Færsluflokkur: Bloggar
1.4.2009 | 17:14
Gleymið þið einhverju
Þegar ég les bloggið um þessa frétt (og fleiri álíka) frá sjálfstæðisfólki eins og Dögg og fleirum mætti ætla að þau viti ekki hvers vegna fyrirtæki á Íslandi verða nú gjaldþrota í hrönnum. Þau eru líka með einfaldar lausnir og skýringar sem að nú höfum við svo vonda og vinstrisinnaða ríkisstjórn! Þó að greining á því hverjir kjósi Sjálfstæðisflokkinn sýni að í þeim hópi sé sú gerð manna í meirihluta sem skorti þekkingu, trúi ég því varla að fólk sem talar eins og þau, trúi sjálft því sem það er að segja. Ástæður gjaldþrotanna má rekja til stefnu flokksins þeirra og hagsmunatengsla þeirra sjálfa við frammámenn Sjálfstæðisflokksins - það vita allir sem vilja og þau sjálf líka. Flokkurinn ykkar stjórnði Íslandi í 18 ár samfellt. Ykkar fólk deilir og drottnar í stjórnkerfinu. Af hverju er svona komið fyrir landi og þjóð.
Hættið tilbúningnum því hann hefur þegar orðið ykkur til ills og ef þið haldið áfram, halda afleiðingar þessa slæma stjórnmálakúltúrs ykkar áfram.
Hafa skal það sem sannara reynist og það góða sigrar að lokum.
Unnur Kr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 14:11
Ísland að verða sósíalískt land
Þó ástandið hér á landi sé nú um mundir grátlegt og alvarlegt finnst mér dálítið fyndið að hugsa til þess að mörg af stærstu fyrirtækjum landsins sem lengst af hafa verið í eigu sjálfstæðis- og frjálshyggjuliðsins séu nú að renna inn í deild í fjármálaráðuneytinu sem Steingrímur J. stjórnar. Hvað halda menn að frjálshyggjuliðið Birgir Á, Sigurður Kári og Knoll og Tott sjálfstæðisflokksins eigi eftir að röfla sig hása yfir því að "ríkið megi ekki eiga...".
Ef sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda er hægt að byrja upp á nýtt með því að gefa frændum og félögum sjallanna bankana, ......
Sjálfstæðisflokkurinn með stefnu og störfum í ríkisstjórn síðustu 18 árin hefur ríkisvætt atvinnulífið á Íslandi.
Samþykkt að stofna eignasýslufélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 14:02
Að draga stjórnmál niður í skítinn
Allt er það rétt sem menn segja um málþóf sjálfstæðismanna og málflutning sem er þannig að halda mætti að þeir hefðu verið í stjórnarandstöðu síðustu 18 árin. Núna á allt í einu að nota tímann í að bjarga heimilum og atvinnulífinu. Ekkert annað á að skipta máli. Og ef ekki er farið að þeirra óskum eru meðulin að tefja, að pikka upp hluti og slíta úr samhengi, að gagnrýna núverandi stjórnvöld fyrir það sem þau eru að reyna að gera og sjálfstæðisflokkurinn átti að vera löngu búinn að. Skrípalæti, virðingarleysi og frjálsleg umgengni við sannleikan hjá sjálfstæðismönnum hefur í för með sér að almenningur missir æ meiri trú á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Hver er tilgangurinn? Halda þeir e.t.v. að þetta færi þeim vinsældir og tiltrú? Halda þeir að þjóðin gleymi því hverjir bera ábyrgðina á bankahruninu? Halda þeir að einhver trúi því að þeir hafi í raun áhuga á almenningi og kjörum fjölskyldna í landinu?
Eða er tilgangurinn að drepa á dreif og að leggja aðra í einelti í stað þess að axla ábyrgð á því sem sjálfstæðisflokkurinn sannarlega hefur leitt yfir þessa þjóð með sinni miklu og einbeittu frjálshyggju, þjónkun við þá sem betur mega sín og virðingarleysi við lýðræðið?
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 21:17
Samband milli hnefaleika og líkamlegs eineltis
Hörmungarfréttir hér úr bænum mínum en ekkert einsdæmi hvorki hér né annarstaðar því miður.
Ég er ein þeirra sem hef unnið við útbreiðslu Olweusáætlunarinnar gegn einelti m.a. hér í Sandgerði. Fyrir nokkrum árum fórum við nokkrir verkefnisstjórar á Olweusráðstefnu í Þrándheimi þar sem okkur voru kynntar m.a. rannsóknir sem Dan Olweus hafði umsjón með á því hvort tenging væri milli "slagsmála"íþrótta og eineltis. Skýrt samhengi er þarna á milli, þeir sem stunduðu hnefaleika og fjölbragðaglíku væru öðrum líklegri til að beita einelti sagði þessi heimsins þekktasti fræðingur á þessu sviði. En hann var reyndar að tala um unglinga og fullorðna ef ég man rétt.
Ég vil líka taka fram að Olweuáætlunin gerir ráð fyrir að skólar taki ábyrgð á því að kanna öll eineltistilfelli vandlega og að taka ábyrgð á því að uppræta það. Þetta er gert með því að kanna málið með viðtölum við alla aðila og beita faglegum aðferðum til að fyrirbyggja að eineltið haldi áfram m.a. með viðtölum, eftirliti og beitingu viðurlaga.
Reynslan erlendis frá er að einelti í formi rasisma eykst við aukið atvinnuleysi - meiri líkur eru á útlendingahatri.
Til að greina einelti er oft notuð eftirfarandi viðmið:
1. Um er að ræða neikvæða hegðun gagnvart þolanda
2. Styrkleikamunur er á þolanda og geranda/gerendum þolanda í óhag
3. Einelti er ekkert sem gerist bara einu sinni, það er endurtekið efni á einhvern hátt.
Ekki treysti ég mér sem utanaðkomandi aðili til að ákveða hverskyns þetta tilfelli í Sandgerðisskóla er en hvet til faglegrar og yfirvegaðrar umræðu, það eiga börn í hlut. Einnig bendi ég á að mikil sérþekking er til á einelti í dag á Íslandi m.a. hjá þeim sem vinna að Olweus-áætluninni. Þessi þekking stendur skólunum til boða í formi ráðgjafar og annarar aðstoðar.
Unnur G. Kristjánsdóttir
Verkefnisstjóri
Blóðug slagsmál skóladrengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)