Samband milli hnefaleika og líkamlegs eineltis

Hörmungarfréttir hér úr bænum mínum en ekkert einsdæmi hvorki hér né annarstaðar því miður.

Ég er ein þeirra sem hef unnið við útbreiðslu Olweusáætlunarinnar gegn einelti m.a. hér í Sandgerði. Fyrir nokkrum árum fórum við nokkrir verkefnisstjórar á Olweusráðstefnu í Þrándheimi þar sem okkur voru kynntar m.a. rannsóknir sem Dan Olweus hafði umsjón með á því hvort tenging væri milli "slagsmála"íþrótta og eineltis. Skýrt samhengi er þarna á milli, þeir sem stunduðu hnefaleika og fjölbragðaglíku væru öðrum líklegri til að beita einelti sagði þessi heimsins þekktasti fræðingur á þessu sviði. En hann var reyndar að tala um unglinga og fullorðna ef ég man rétt.

Ég vil líka taka fram að Olweuáætlunin gerir ráð fyrir að skólar taki ábyrgð á því að kanna öll eineltistilfelli vandlega og að taka ábyrgð á því að uppræta það. Þetta er gert með því að kanna málið með viðtölum við alla aðila og beita faglegum aðferðum til að fyrirbyggja að eineltið haldi áfram m.a. með viðtölum, eftirliti og beitingu viðurlaga.

Reynslan erlendis frá er að einelti í formi rasisma eykst við aukið atvinnuleysi - meiri líkur eru á útlendingahatri. 

Til að greina einelti er oft notuð eftirfarandi viðmið:

1. Um er að ræða neikvæða hegðun gagnvart þolanda 

2. Styrkleikamunur er á þolanda og geranda/gerendum þolanda í óhag

3. Einelti er ekkert sem gerist bara einu sinni, það er endurtekið efni á einhvern hátt.

Ekki treysti ég mér sem utanaðkomandi aðili til að ákveða hverskyns þetta tilfelli í Sandgerðisskóla er en hvet til faglegrar og yfirvegaðrar umræðu, það eiga börn í hlut. Einnig bendi ég á að mikil sérþekking er til á einelti í dag á Íslandi m.a. hjá þeim sem vinna að Olweus-áætluninni. Þessi þekking stendur skólunum til boða í formi ráðgjafar og annarar aðstoðar. 

Unnur G. Kristjánsdóttir

Verkefnisstjóri 

 

 


mbl.is Blóðug slagsmál skóladrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verið hlynntur júdóiðkun . Mér finnst högg og spark bardagaíþróttir( box,kickbox,karate, taekwando) miklu tvíeggjaðri en júdó sem er í raun glíma, í ætt við aðrar glímuíþróttir s.s. grísk-rómv glíms og svo okkar ástkæru bröndóttu glímu.

Hörður Halldórs, (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:45

2 identicon

Það er hrein og klár lygi og fordómar að einhver tengsl séu að milli bardagaíþrótta og ofbeldis af þessu tagi. Þetta er einfaldlega dregið upp í hvert sinn sem einhver sem stundar slíkt lendir í hlutum  af þessu tagi. Það er hins vegar aldrei minnst á alla hina og hvað þeir æfa. Hafið þið einhverntímann séð frétt um að sundmaður hafi lent í átökum. Nei, og það er ekki vegna þess að sundmenn lendi aldrei í átökum. Það er einfaldlega vegna þess að það er aldrei spyrt saman enda jafn fáránlegt og þetta.

HDN (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: smg

Er eitthvað eftirlit með að Olweusáætlunninni sé framfylgt í þeim skólum þar sem hún er tekin upp?

Eða geta, eins og sumt fólk hefur á tilfinningunni, skólarnir tekið hana upp til skrauts eingöngu?

smg, 3.3.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband