Að draga stjórnmál niður í skítinn

Allt er það rétt sem menn segja um málþóf sjálfstæðismanna og málflutning sem er þannig að halda mætti að þeir hefðu verið í stjórnarandstöðu síðustu 18 árin. Núna á allt í einu að nota tímann í að bjarga heimilum og atvinnulífinu. Ekkert annað á að skipta máli. Og ef ekki er farið að þeirra óskum eru meðulin að tefja, að pikka upp hluti og slíta úr samhengi, að gagnrýna núverandi stjórnvöld fyrir það sem þau eru að reyna að gera og sjálfstæðisflokkurinn átti að vera löngu búinn að. Skrípalæti, virðingarleysi og frjálsleg umgengni við sannleikan hjá sjálfstæðismönnum hefur í för með sér að almenningur missir æ meiri trú á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Hver er tilgangurinn? Halda þeir e.t.v. að þetta færi þeim vinsældir og tiltrú? Halda þeir að þjóðin gleymi því hverjir bera ábyrgðina á bankahruninu? Halda þeir að einhver trúi því að þeir hafi í raun áhuga á almenningi og kjörum fjölskyldna í landinu?

Eða er tilgangurinn að drepa á dreif og að leggja aðra í einelti í stað þess að axla ábyrgð á því sem sjálfstæðisflokkurinn sannarlega hefur leitt yfir þessa þjóð með sinni miklu og einbeittu frjálshyggju, þjónkun  við þá sem betur mega sín og virðingarleysi við lýðræðið?


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband