Gleymið þið einhverju

Þegar ég les bloggið um þessa frétt (og fleiri álíka) frá sjálfstæðisfólki eins og Dögg og fleirum mætti ætla að þau viti ekki hvers vegna fyrirtæki á Íslandi verða nú gjaldþrota í hrönnum. Þau eru líka með einfaldar lausnir og skýringar sem að nú höfum við svo vonda og vinstrisinnaða ríkisstjórn! Þó að greining á því hverjir kjósi Sjálfstæðisflokkinn sýni að í þeim hópi sé sú gerð manna í meirihluta sem skorti þekkingu, trúi ég því varla að fólk sem talar eins og þau, trúi sjálft því sem það er að segja. Ástæður gjaldþrotanna má rekja til stefnu flokksins þeirra og hagsmunatengsla þeirra sjálfa við frammámenn Sjálfstæðisflokksins - það vita allir sem vilja og þau sjálf líka. Flokkurinn ykkar stjórnði Íslandi í 18 ár samfellt. Ykkar fólk deilir og drottnar í stjórnkerfinu. Af hverju er svona komið fyrir landi og þjóð.

Hættið tilbúningnum því hann hefur þegar orðið ykkur til ills og ef þið haldið áfram, halda afleiðingar þessa slæma stjórnmálakúltúrs ykkar áfram. 

Hafa skal það sem sannara reynist og það góða sigrar að lokum.

Unnur Kr.  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband